Fjárveitingar til svæðisbundinna aðildarfélaga verði eftir fyrirfram ákveðinni formúlu fest í lög félagsins, t.d. skv. atkvæðafjölda, félagafjölda eða eftir öðrum leiðum.
Tillaga starfshóps.
Rekstur Pírata er stærtstur hluti af kostnaði. Aðildarfélög geta því ekki krafist t.d. 10% af heildinni án þess að það skerði mannauð,almennan rekstur,kosningasjóð og fleira. Reikniformúlan ætti að vera bundin við t.d. kosningarniðurstöðu og/eða fulltrúa því við höfum t.d. ekkert með að eyða 10% af fénu okkar þar sem við erum ekki að fara að ná neinu, við breytum ekki pólitíska landslaginu með meiri pening.
Tillagan er góð, svo fremi sem hún valdeflir aðildarfélögin. Til þess þarf að úthluta verulega hárri prósentu af árlegri heildarinnkomu Pírata. Tillaga Pírata í Suðurkjördæmi er að hvert kjördæmi fái 10% af kökunni, þá verða 40% eftir í miðlægt starf, en félögin sjá sjálf um að ákveða hvernig fénu er best varið og gera til þess fyrirfram-ákveðna verk- og fjárhagsáætlun. Rvkpíratar fá þá 20% (tvö kjördæmi) á meðan landsbyggðarkjördæmin fá fé til að sinna risastórum kjördæmum með dreifðri byggð.
Með valddreifingu til aðildarfélaga verður miðlægur kostnaður minni, því meira af raunverulegu starfi fer fram hjá þeim. Það að árið 2018 hafi launakostnaður og almennur rekstur verið 49% af fjárlögum Pírata og það skilaði sér að litlu leyti í almennu starfi í 4 af 6 kjördæmum er í raun næg ástæða til að endurskoða úthlutunina.
Árið 2018 var launakostnaður og almenn rekstur 49% af fjárlögum. Ég styð fjárveitingar til aðildarfélagana en það þarf að vera raunsæ skipting á þeim.
Hér til hliðar er skrifað að rekstur Pírata sé stærstur hluti af kostnaði. Slíkt er ekkert lögmál, ef farið verður í alvöru valddreifingu þá fer meira af 'rekstri' Pírata fram í aðildarfélögum, þar með verður miðstýrða apparatið kostnaðarminna. Með almennilegri fjármögnun geta svæðisbundin aðildarfélög sinnt mörgu af því sem nú er skipulagt miðlægt af framkvæmdaráði.
Þetta myndi auka sjálfræði aðildarfélaganna. Það er ógerningur að búa til varanlega sátt um fjárúthlutanir, en sé þetta reiknað út og a.m.k. yfir geðþótta hafið, þá er allavega hægt að nálgast fjárúthlutanir meira út frá einhverjum algildum mælikvörðum, fremur en því hvað fólki finnist um mikilvægi hinnar eða þessarar landfræðilegu staðsetningarinnar.
Þetta er algjört grundvallaratriði. Varðandi fyrirfram ákveðna formúlu, þá ber að hafa í huga að það er hlutfallslega dýrara að halda úti starfsemi langt frá Tortuga og m.v. fylgistölur (eins og ég kom inn á í ræðu á aðalfundi) þá virðist sem fylgni sé milli þeirrar fjarlægðar annars vegar og fylgis í kosningum hins vegar. Formúlan ætti því ekki sjálfkrafa að vera á þá leið að þar sem fleira fólk sé þangað fari meiri peningur. Vissulega þyrftu félögin þó að uppfylla skilyrði til að fá pening.
Varðandi það að það sé svo dýrt að reka Pírata að það myndi koma niður á rekstrinum að dreifa fénu með þessum hætti, þá er það einmitt pointið. Nauðsynleg forsenda fyrir þessu fyrirkomulagi er að minnka miðlægu yfirbygginguna og rekstrarkostnað verulega. Enda nýtist hún félögum afar ójafnt eftir búsetu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation