Starfsmannamál

Starfsmannamál

Framkvæmdastjóri sjái um allar mannaráðningar og sé eini yfirmaður starfsfólks. Formaður framkvæmdastjórnar/framkvæmdaráðs sé eini yfirmaður framkvæmdastjóra.

Points

Tillaga starfshóps.

Sagan sýnir okkur að starfsmannamál á forræði margra mismunandi aðila er ekki líklegt til árangurs. Píratar sem vinnuveitendur þurfa að vera fullvissir um réttindi og skyldur á vinnumarkaði og það hefur oftar en ekki komið fyrir að starfsmenn lenda í einhverju tómarúmi þegar framkvæmdaráð er að einhverjum orsökum ekki fullvirkt.

Það er mjög mikilvægt að þetta verði tekið upp. Það er ótækt fyrir starfsmann að hafa fleiri en einn yfirmann. Það býr til óvissu um væntingar og skyldur, og setur starfsmanninn á milli ákvarðana og deilna um stefnu og hlutverk. Slíkar aðstæður eru óboðlegar fyrir starfsmenn.

Framkvæmdaráð eins og það starfar nú ætti að leggja niður, þar sem ábyrgð, verkaskipting og vinnulag er allt of víðfermt og miðstýrt til að stuðla að eflingu flokksins. Þess í stað væri hægt að koma á einfaldri starfsmannanefnd sem hefur það eina hlutverk að hafa umsjón með starfsmannamálum og formaður þeirrar nefndar er yfirmaður framkvæmdastjóra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information