Skylda gagnvart stofnunum flokksins að setja sér siðareglur og fjalla um þær reglulega.
Tillaga starfshóps.
Hvernig og hvar á að taka á með siðareglur sem eru brotnar? Við erum með einhvers konar trúnaðarráð sem starfar mjög lítið og svo úrskurðarnefnd sem starfar líka mjög lítið, eiga þær að sjá um að taka á brotum siðareglna? Eins og reynslan sýnir þá tökum við yfirleitt ekki á málum fyrr en of seinnt eða þau dragast von úr viti. Þannig að ef það eiga að vera siðarreglur þá þurfa þær að vera skýrar en ekki bara fín skrifinska á pappír.
Mér finnst sjálfsagt mál að setja siðareglur. Þær þurfa ekki að hafa refsingar eða áminningaferli, það nægir að gert sé skýrt hvað sé æskileg hegðun og það sé eitthvað sem við öll veltum fyrir okkur frekar en að þeim sé haldið á lofti sem refsivöndur. Eða þannig túlka ég að sé inntakið í þessu.
Það er mjög mikilvægt að siðareglur séu settar með þeim hætti að þau sem er ætlað að fylgja þeim upplifi eignarhald og hlutdeild í þeim. Þeir eru ekki refsivöndur sem hægt er að nota til að skikka fólk til tiltekinnar hegðunar, en ef það er skýrt að þetta séu viðmið sem hver hópur setur sér í upphafi starfstíma og samþykkir að vinna eftir, þá hefur það áhrif. Þarf að vera skýrt að nýtt ráð og nýr hópur þurfa að útbúa sínar eigin eftir kjör. Með eldri til hliðsjónar.
Siðareglur sem settar eru með meirihluta atkvæða verða þeim kostum gæddar að hluti atkvæða með reglunum kemur frá aðilum sem ekki kynna sér innihaldið í dýpt og vita kannski ekki hvenær verið er að brjóta þær síðar. Þeir sem kjósa á móti hafa líklega kynnt sér málin og telja sig kannski ekki þurfa að framfylgja siðareglunum. Þessir tveir hópar grafa undan notagildi siðareglna. Svo eru það þeir sem ekki greiða atkvæði af ýmsum ástæðum. Hvað finnst þeim?
Reglur sem ekki er hægt að framfylgja eru ekki til gagns. Það verða að vera til viðurlög af einhverju tagi fyrir þá sem fara gegn siðareglum. Almennt séð sé ég ekki hvernig hægt er að viðhalda siðareglum og þvinga fólk til að fylgja þeim.
Mjög mikilvægt finnst mér að fólk með einhverskonar ábyrgð/andlit innan flokksins. Fari eftir siðareglum á netinu og i persónu. Að svör td kjörinna fulltrúa séu amk siðleg eða hlutlaus í opinberum samskiptum.
Siðareglur eru nauðsynlegar í næstum öllu starfi þar sem samskipti eru stór þáttur þess. Ef siðareglur eru settar og um þær fjallað, þá setja þær viðmið um hvernig samskipti einstaklingar vilja eiga sín á milli og það auðveldar sem og opnar leið til að tala um það opinskátt þegar samskiptin eru ekki samkvæmt þeim reglum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation