Kosningaráð

Kosningaráð

Ráð sem vinnur að undirbúningi kosningabaráttu. Starfar öllum stundum.

Points

Tillaga smiðja á aðalfundi.

Hljómar skynsamlega, en þarfnast nánari útfærslu.

Kosningaráð er þriggja pírata ráð (lýðræðislega kosið á aðalfundi) sem vinnur að undirbúningi kosningabaráttu í samráði við svæðisbundin aðildafélög. Ráðið fræðir og er leiðbeinandi fyrir aðildarfélögin og kosningavinnu þeirra. Ráðið gefur út leiðbeiningar um kosningaundirbúning og kosningavinnu sem nýtast aðildarfélögum, en er þess utan til ráðgjafar og hvetur aðildarfélögin til dáða.

Mér finnst þriggja manna kosningaráð of fámennt. Ég myndi þá frekar vilja að það yrði með fulltrúa úr öllum kjördæmum ásamt starfsfólki sem framkvæmir. Gæti verið ágætt að hafa samræmingareiningu en ekki of litla né að hlutverk sé óskýrt

Ég óttast að þetta ráð myndi bara vera til að nafninu til, funda sjaldan og vera óviss um sitt umboð og ábyrgð, en af því það væri til, og með þessa ábyrgð, þá væri það letjandi fyrir aðra að taka þetta að sér. Ég er samt ekki að kjósa gegn þessu, vildi bara koma með þessi varúðarrök, þar sem ég sat í kosningaráði pírata 2015-2016 og eftir 2-3 fundi var ég orðin ein eftir

Það sem A.Briem nefnir er þess vert að taka eftir. Ef kosningaráð hefur verið reynt áður þá verðum við í það minnsta að velta fyrir okkur hvernig þessi útfærsla á að virka betur. Það er gott að vera með bækling tilbúinn og línur lagðar fyrir auglýsingar áður en kosningar hefjast en það er spurning hvort þetta sé eitthvað sem við ættum að kjósa í, eða hvort við ættum ekki bara að láta framkvæmdaráð eða álíka aðila skipa hæft fólk í að undirbúa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information