Stofnuð verði ráð/félög í hverju kjördæmi sem (nema eitt sameiginlegt fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður). Félögin hafi rétt á fulltrúa í framkvæmdaráði/miðstjórn og haldi málefnastarfi, skipuleggi viðburði og aðstoði eftir þörfum aðildarfélög innan kjördæmanna.
Tillaga starfshóps
Píatar í Suðurkjördæmi hafa samþykkt ályktun um enn meiri valddreifingu en þessi tillaga stingur upp á. Þá tillögu má finna annastaðar hér á þessum samráðsvef undir nafninu Ábyrg Aðildarfélög.
Miðstýringunni þarf að ljúka. Það hefur sýnt sig að Framkvæmdaráð, þ.e. eitt ráð sem sér um allan rekstur Pírata, er ekki hagkvæm leið til að efla starf á landsvísu. Að miklu vegna þess að þá er endalaus miðstýring og afskipti pírata sem kosnir eru í vinsældakosningu miðlægt og hafa lítinn tíma í að setja sig inn í mál tiltekinna kjördæma. Í Framkvæmdaráði geta hugmyndir tiltekins kjördæmis auðveldlega orðið undir í handauppréttingu ráðsins og vonir landsbyggðafulltrúa verða að engu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation