Nota kosningakerfið til samskipta. Grasrót setur inn ekki bara tillögur að heildstæðum stefnum, heldur afstöðu til einstakra mála, ályktanir og áskoranir til kjörinna fulltrúa. Kjörnir fulltrúar nýti kosningakerfi til að fá fram skoðanir Pírata til ýmissa mála til að auðvelda ákvarðanatöku og styrkja lýðræðslegt umboð.
Jebb, og svo þarf frekari þróun á kosningarkerfinu okkar. Til þess þurfum við að hafa forritara að vinna í því helst í fullu starfi ásamt kerfisstjórn fyrir flokkinn.
Styrkja samtal milli grasrótar og kjörinna fulltrúa sem er alltof slitrótt, það má ekki vera happa og glappa hver nær eyrum kjörinna fulltrúa. Þetta minkar líkurnar á að ákvarðanir séu teknar innan búbblu. í gegnun kosningakerfið myndast víðari umræður allra Pírata. Afar lýðræðisleg aðferð til samtals og ákvarðanatöku.
Í stað þess að kalla þetta kosningakerfi getum við kallað þetta Pírataþing
Í samstarfi og í samkomulagi við aðra flokka gætu komið fram mál sem brytu í bága við ákvæði grunnstefnu. Það hefur gerst áður og mun líklega gerast aftur. Þrátt fyrir það, gæti verið þess virði að samþykkja slík mál ef ávinningur er nægur. Ef ávinningur er nægur má rökstyðja það auðveldlega og því væri ástæðulaust hjá kjörnum fulltrúum að óttast niðurstöðu. Ef rök skortir, þá er málið, samþykktin, samkomulagið eða hvað það nú væri líklega vont og bæri að hafna hvort sem er.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation