Píratar velja sér formann á aðalfundi til tveggja ára sem hefur það hlutverk að koma fram fyrir hönd hreyfingarinnar gagnvart öðrum stjórnmálaflokkum. Varaformaður gegnir sama hlutverki til vara
Við erum nú þegar með fullt af valdastöðum. Ef þær eru ekki festar í form, þá verða þær bara til. Skýrt umboð og ábyrgðarkeðja er því mikilvægt þannig einnig að það geti gengið upp. Ég er ekki að sjá hvernig 2 ár sé að virka betur en að einstaklingur sé með umboðið í eitt kjörtímabil. 2 ár sem "formaður" á þingi er ekki langur tími í og við myndum þá vera að byrja upp á neitt þannig séð á seinni hluta kjörtímabils miðað við 4 ár á meðan hin eru þá að vara að praktísera þekkinguna sem hefur safna
Þetta er ágætis málamiðlunartillaga - takmarkar umboð formanns við einungis það hlutverk sem íslenskt stjórnmálalandslag krefur hann um. Allir aðrir flokkar eru með aðila sem hefur umboð grasrótar til að semja fyrir hönd flokksins en sá sem sinnir þessum samningaviðræðum fyrir hönd Pírata hefur hins vegar ekki umboð frá grasrót. Hvað sem formannshlutverkið varðar er rétt að sá aðili sem gegnir þessari skyldu (að semja við aðra flokka f.h. hreyfingarinnar) hafi til þess lýðræðislegt umboð.
Ég þoli ekki titilinn "formaður"
Í núverandi fyrirkomulagi er þingflokkurinn að velja fyrirkomulag þess hvernig samið er við aðra stjórnmálaflokka um framgang stefnumála Pírata. Fyrir kosningar hafa umboðsmenn verið valdir í takmarkaðan tíma. Það er auðvitað mun lýðræðislegra og beinna fyrirkomulag að formaður hafi umboð frá grasrótinni til þess að vinna að stefnumálum Pírata gagnvart öðrum stjórnmálaflokkum. Það fyrirkomulag hefur víðtækari aðhaldsmöguleika.
Þó mér lítist vel á málamiðlanir þá verð ég að spyrja, hvernig er stjórnarmyndunarumboði úthlutað þarna?
Stjórnarmyndunarumboð fylgir kosningu um formann. Ef fólki finnst orðið óþægilegt þá má það endilega vera eitthvað annað. Þetta er gildishlaðið orð, og fær völd út af því. En það er á ábyrgð þeirra sem veita þau völd og formanns (eða hvaða orðs sem er valið) að dreifa því valdi. Alveg eins og það er núna á ábyrgð þess sem fer í raun með formannnshlutverk hverju sinni án umboðs frá grasrót.
Formaður sem ætlað er lítið afmarkað vald fær ætíð meira vald en ætlað var, bara út af titlinum. Höldum í flata strúktúrinn og forðumst valdastöður, jafnvel þó valdið komi óviljandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation