Annar titill en "formaður", frekar "talsmaður/talskona"

Annar titill en "formaður", frekar "talsmaður/talskona"

Ef við ákveðum að taka upp einhverskonar embætti sem á að uppfylla hlutverk formanns, eins og hefur verið lagt til, þá legg ég til að það hlutverk verði kallað talsmaður eða talskona, frekar en formaður.

Points

Ég held að þetta sé góð málamiðlun.

Formaður er of "foringjalegt". Talsmaður eru miklu meira neutral, og það er miklu nær hugsjón margra um flatan strúktur, afmarkað hlutverk sem uppfyllir kröfu þeirra sem kvarta yfir strúktúrsleysi, en býr sömuleiðis ekki til stöðu sem fólk tengi við miðstýrandi valdastöðu.

Í fyrsta lagi, þá ættum við ekki að koma okkur upp formannsembætti af neinum toga. Það hefur alla tíð verið okkar sérstaða að vera án slíks og yrði okkur hvorki til sóma né framdráttar að gera breytingu þar á og verða þar með enn meira samdauna fjórflokknum en þegar er orðið. Í öðru lagi, ef þrátt fyrir allt reynist nauðsynlegt að taka upp embætti af slikum toga, þá ætti það að sjálfsögðu að heita „kapteinn“!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information