6. 15 b) Pírataþing

6. 15 b) Pírataþing

Á aðalfundi skal kosið málefnanefnd sem samanstendur af þremur félagsmönnum og þremur til vara. Málefnaráð annast skipulagningu tveggja Pírataþinga á hverju ári þar sem félagsmenn vinna í stefnumálum. Starfstími málefnaráðs skal vera til næsta aðalfundar

Points

Upprunatillaga: https://yrpri.org/group/2336

Ég get ekki stutt þriggja manna ráð. Jafnvel þótt séu þrir til vara. Það er í sjálfu sér enn þriggja manna. Ég tel ekki að fjölda þinga eigi að festa í lögum að þessu sinni þar sem að við erum fyrst að reyna á þetta núna. Ekkert kemur í veg fyrir að fjölga en að það sé t.d. að lágmarki eitt á almanaksári. Við erum að sjá fram á aðalfund, Pírataþing og t.d. aukna samráðsfundi. Við ættum að taka færri stóra bita í einu. Of stórt stökk er ekki gott.

Mér hugnast að kjósa málefnaráð sem annast einungis viðburði á borð við þessa. Við gætum litið á hana sem eins konar skemmtinefnd fyrir stefnumála-lúða, en fólk hefur kvartað yfir: 1. VIð hittumst ekki nóg. 2. Á aðalfundum er ekki nóg rými til að ræða stefnumál. 3.Okkur vantar fleiri hlutverk fyrir sjálfboðaliða sem fela ekki í sér endilega að viðkomandi þurfi að vera í úthlutun fjármagns, rekstri kosningabaráttu eða skipulagningu prófkjörs.

Tillaga að úrbot er að það sé bara eitt málefnaþing á ári. Frekar svo að auka eftir þörfum frekar en að byrja of stórt og ekki ná að gera nóg úr hverju þingi. S.s. draga úr áhættunni að málefnastarfið haldist lamað með því að hafa atrificial gluggann nægilega þrönga til þess að það þjóni settum tilgangi.

Breytti úr málefnaráði í málefnanefnd, því maður segir ekki skemmtiráð heldur skemmtinefnd, og málefnanefndin á ekki að ráða málefnum, heldur skipuleggja hitting þar sem málefni eru rædd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information