12.9 Píratar þiggja ekki styrki frá fyrirtækjum.

12.9 Píratar þiggja ekki styrki frá fyrirtækjum.

Píratar þiggja styrki einungis frá einstaklingum með kennitölu. Manneskjur hafa rétt til stjórnmálaþátttöku sem ekki er hægt að neita þeim og Píratar munu því ekki fara í manngreinarálit á því hverjir fái að greiða félagsgjöld eða styrkja flokkinn. En það hefur sýnt sig að fyrirtækjastyrkir eru vandmeðfarnir, sér í lagi frá sjávarútvegi.

Points

Ég skil alveg þetta með að þiggja ekki styrki frá fyrirtækjum en ef eitthvað fyrirtæki mundi vilja styrkja okkur um t.d kaffi, gos og annað sem ekki eru bein harðir peningar erum við þá ekki búin að girða fyrir það með þessari stefnu. Ég vil skoða þetta út frá ýmsum hliðum.

Þetta er síst af öllu róttæk tillaga. Björt Framtíð hafði svipað ákvæði í sínum lögum og fyrst þau gátu það getum við það.

Finnt þetta og einstrengingslegt. Mörgum fyrirtækjum gengur væntanlega gott eitt til að styrkja lýðræðið í verki. Það er mikilvægt samfélagslega að stjórnmálaflokkar séu öflugir. Það sjá margir og vilja taka þátt í því að efla starf stjórnmálaflokka, eins sjálfir eða gegnum fyrirtæki sín.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information