Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Íslendingar búa við gamla stjórnarskrá sem er að uppistöðunni til frá nýlenduherrum þeirra. Hver sjálfstæð þjóð þarf sínar eigin grunnreglur en á ekki að þiggja þær nánast óbreyttar að gjöf frá fyrrverandi yfirvaldi.
Tillögur stjórnlagaráðs stuðla að bættu lýðræði á Íslandi og draga úr spillingu og sérhagsmunagæslu. Með nýju fyrirkomulagi kosninga geta allir kjósendur valið einstaka frambjóðendur hvaðan sem er af landinu. Atkvæðavægi vegur jafnt og engin "örugg sæti". Almennir borgarar fá aukin völd með því að geta í sameiningu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál eða lagt fram eigin lagafrumvörp. Rík upplýsingaskylda sér til þess að spilling og óeðlileg fyrirgreiðsla fær ekki að grassera.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation