Skilgreining ríkisborgararéttar/rikisfangs liggur fyrir utan ákvæði hinnar nýju Stjórnarskrár. Hér skortir skarpari skilgreiningu
Veiting ríkisfangs/ríkisboragaréttar samkvæmt 4. grein byggir á lögum sem á að setja af Alþingi. Á Alþingi er eingöngu hægt að kjósa einstaklinga með íslenskan ríkisborgararétt (gr. 41 & 42) - sem veitist samkvæmt lögum settum af Alþingi. Ríkisborgararétt er því eingöngu hægt að veita með lögum settum áður en ný Stjórnarskrá tekur gildi, og því munu þau lög vera sett af Alþingi sem ekki er kjörið samkvæmt nýju Stjórnarskránni, og þannig ekki vera í samræmi við hana.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation