Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Ef stjórnarskrá segir yfirhöfuð eitthvað um trú, þá ætti það að vera að hún sé einkamál og ríkið ætti hvorki að styðja né hindra nokkurn í að iðka hana. Ég sé ekki að trúfélög ættu að hafa aðra stöðu gagnvart lögum heldur en hvert annað áhugamannafélag.
Mér sýnist einsýnt að trú verði að nefna í stjórnarskrá. Þjóðkirkja finnst mér hins vegar stríða gegn jafnréttissjónarmiðum. Ég er því fylgjandi að ákvæðið sem þurfi að vera í nýrri stjórnarskrá sé að Ísland hafi ekki þjóðtrú.
Sérstaklega vernduð þjóðkirkja á ekki að vera til í þjóðfélagi sem býr við trúfrelsi. Stjórnarskrárvarin þjóðkirkja setur ein trúarbrögð ofar öðrum, en ef það er vilji meirihluta landsmanna að hafa slíka kirkju og greiða sérstaklega veg hennar er nægilegt að hafa ákvæði um það í lögum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation