Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Points

Nú geta kjósendur ekki kosið annað en lista sem stjórnmálaflokkar raða sjálfir upp. Þannig er meirihluti þingmanna ákveðinn án kosninga. Persónukjör gefur kjósendum frelsi til að kjósa það sem hann vill kjósa, ekki það sem aðrir vilja að hann kjósi.

Tillögur stjórnlagaráðs kveða á um kosningakerfi þar sem allir kjósendur geta valið frambjóðendur úr hvaða kjördæmi sem er. Þannig geta t.d. brottfluttir Vestfirðingar kosið frambjóðendur úr sínu gamla kjördæmi ef þeim hugnast svo. Ekki er ólíklegt að þetta fyrirkomulag dragi úr kjördæmapoti þar sem að einstakir þingmenn þurfa nú að reiða sig á stuðning fólks hvaðan sem er af landinu.

Hvað fyndist þér um að verslunin þín gæfi þér aðeins kost á fyrirframákveðnum "heimiliskörfum". Þú gætir t.d. valið um körfu A, eitt kíló sykur, hveitibrauð, Merrild kaffi, lambalæri og 3 lítrar mjólk, Morgunblaðið og tyggjó eða körfu B, hálft kíló sykur, rúgbrauð, Earl Grey te, hálfan líter rjóma og Freyju draum, eða C, D, E ... Listakosningar takmarka val kjósenda á nákvæmlega sama hátt.

Um að gera !

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information